
Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar: Ajax / Man. Utd.
Manchester United spilar til úrslita gegn Ajax í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið einvígið við Celta Vigo 2:1 í undanúrslitunum.
Þetta er fyrsti úrslitaleikur United í Evrópukeppni síðan tímabilið 2010-2011 þegar liðið spilaði til úrslita í Meistaradeildinni og tapaði fyrir Barcelona. Síðan þá hefur liðið lengst komist í 8-liða úrslit tímabilið 2013-2014.
Leikurinn verður sýndur í þráðbeinni á öllum 5 Full HD skjávörpum okkar og verður sérstakt boltatilboð í gangi á meðan leikurinn er. En um er að ræða ostborgara + franskar og ískaldur á 2.300 kjéll!
Dj Halifax mun svo starta djamminu beint eftir að leikur klárast kl.21:00 og hitar mannskapinn upp til miðnættis þegar Dj Værð tekur við og heldur partýinu gangandi til kl.04:30!!
-Lebowski Bar-
Previous Event Next Event