U2 Kvöld á Hard Rock Cafe
Laugardaginn 2. desember næstkomandi heldur fjörið áfram á Hard Rock þar sem tónlist U2 verður leikin af nokkrum af vandaðri einstaklingum íslenska poppgeirans.
Síðast var troðið út úr dyrum og gríðarleg stemning í húsinu þannig að það borgar sig að tryggja sér miða í tíma. U2 er fyrir löngu orðin að einni stærstu, vinsælustu og áhrifamestu hljómsveitum allra tíma. Músíkin, bræðralagið og fagmennskan sem einkennir fjórmenningana er eitthvað sem aðrir tónlistarmenn stefna að allan ferilinn og er það ekki skrítið að nokkrir þeirra safnist saman og telji í nokkra af hinum ótalmörgu slögurum sem U2 hafa gefið heiminum.
Hljómsveitina skipa
Magni Ásgeirsson – Hewson
Biggi Nielsen – Mullen
Gunnar Þór – The Edge
Friðrik Sturluson – Clayton
Hljóðmaður – Addi 800
Previous Event Next Event