-

Thingtak og Dalí í Hard Rock Kjallarnum 18.feb

Feb 18, 2017 @ 10:00 pm  —  Feb 19, 2017 @ 1:00am

Hard Rock Café í samstarfi við Græna Hattinn kynnir:
DALÍ er hugarfóstur söngkonunnar og bassaleikarans Erlu Stefánsdóttur.
Sveitin var stofnuð haustið 2014 og samanstendur af Erlu, sem spilar á bassa og syngur, Helga Reyni Jónssyni gítarleikara, Þórði Gunnari Þorvaldssyni gítar-og hljómborðsleikara og Fúsa Óttars trommuleikara en öll hafa þau komið víða fram á íslenska tónlistarsviðinu.

Tónlistarstefna DALÍ er fjölbreytt; þar gætir áhrifa meðal annars frá Joni Mitchell og Primus en á sinn eigin, sérstaka hátt.
Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli fyrir lifandi flutning og komið fram bæði á stórum tónlistarhátíðunum, þ.á.m. Iceland Airwaves, Secret Solstice, Gærunni sem og á minni viðburðum einsog hinum alþjóðlegu Sofar Sounds tónleikaviðburðum.

DALÍ gaf út sína fyrstu plötu í nóvember 2015 og hefur hlotið frábæra gagnrýni fyrir.

Facebook: https://www.facebook.com/DAL%C3%8D-943844438988583/timeline/

Youtube: https://www.youtube.com/channel/UCHuhMZrcE7IZ28wu5wLcYcQ

Heimasíða: www.dalimusic.net

Hljòmsveitin Thingtak var stofnuð Haustið 2005 og kallaði sig ì upphafi Alþingi. Til að gera langa sögu stutta voru meðlimir Alþingis boðaðir á fund með lögfræðingum Alþingis, þar sem bann var lagt á nafngiftina. Hljòmsveitin tòk þá upp nafnið THINGTAK, sem þýðir vopnatak.
Thingtak gaf ùt plötu samnefnda hljòmsveitinni 8. aprìl 2006
Þema þeirrar plötu eru atburðir ì Ìslandssögunni frá landnámi til siðaskipta.
Thingtak hefur lokið upptökum á annari breiðskìfu sinni sem mun bera titilinn “Politics”
Meðlimir:
Stefán Jakobsson: söngur og Bassi
Hrafnkell Brimar Hallmundsson: gìtar/raddir
Sverrir páll Snorrason: trommur



Event Venue


  • Venue
    Hard Rock Cafe Reykjavik
  • About
    Hard Rock Café Reykjavik
  • Email
    info@hrcreykjavik.com
  • Follow On

Event Details