-

System of a Down – Heiðurstónleikar á Hard Rock Cafe -14.okt

Oct 14, 2017 @ 10:00 pm  —  Oct 15, 2017 @ 1:00am

System Of a Down – Heiðurstónleikar
dags 14. okt
húsið opnar kl 21
tónleikar hefjast kl 22
miðaverð í forsölu 2500
miðaverð við hurð 3500

Allt er þegar þrennt er!
Þá er komið að því að heiðra rokk/metal hljómsveitina System of a Down í þriðja sinn (af því að þetta er svo fáránlega skemmtilegt!) en sveitina þarf vart að kynna.
System of a Down var stofnuð í Kaliforníu árið 1994 og hefur gefið út 5 plötur en þær hafa selst samtals í yfir 40 milljón eintökum.
Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir pólitíska ádeilu í textum sínum og áhrif frá Armenskri þjóðlagahefð en allir meðlimir sveitarinnar eiga rætur að rekja til Armeníu.

Tónleikarnir verða haldnir á Hard Rock laugardagskvöldið 14. október.

Það er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst því takmarkað magn er í boði.
Komið og dansið hliðar saman hliðar undir ljúfum tónum System of a Down!

Heiðurssveitina skipa:

Stefán Jakobsson – Söngur
Finnbogi Örn Einarsson – Söngur
Hrafnkell Brimar Hallmundsson – Gítar
Þórður Gunnar Þorvaldsson – Gítar/hljómborð/söngur
Erla Stefánsdóttir – Bassi/söngur
Sverrir Páll Snorrason – Trommur



Event Venue


  • Venue
    Hard Rock Cafe Reykjavik
  • About
    Hard Rock Café Reykjavik
  • Email
    info@hrcreykjavik.com
  • Follow On

Event Details