
Stafrænn Hákon og X Heart á Hard Rock Café
Hljómsveitin Stafrænn Hákon ætlar að fagna sumrinu með tónleikum á Hard Rock hvítasunnudaginn 4. júní næstkomandi. Hljómsveitin lauk nýverið upptökum á sinni tíundu breiðskífu sem ber nafnið “Hausi” og mun koma út með haustinu. Nú stendur yfir forsala á plötunni á Karolina Fund þar sem áætlað er að safna fyrir kostnaði útgáfunnar. Drengirnir hafa því ákveðið að rífa upp hljóðfærin á ný eftir strangar upptökur í vetur og eru klárir í að að flytja lög af nýju plötunni ásamt einhverjum gömlum lögum í bland.
Einnig koma fram X Heart.
Angurvært og leitandi popp frá Stokkhólmi og Reykjavík. X Heart leiđa saman draumkenndar útsetningar viđ kraftmikla sviđsframkomu. Plata væntanleg međ sumrinu.
Miðaverð á tónleikana er 1500 kr. og hefjast þeir kl 20.00.
Previous Event Next Event