![](https://djammari.is/wp-content/uploads/2016/11/11807727_1644966795716461_2901264903442794270_o.jpg)
Spilakvöld á Gauknum numeros TRES
Oct 14, 2015 @ 7:00 pm
Miðvikudaginn 14/10 verður spilakvöld á Gauknum (sem við höldum einu sinni í mánuði). Seinustu skipti hafa verið ótrúlega skemmtileg, góð mæting og mikil spilagleði 🙂
Á staðnum verða ýmiskonar borðspil, tölvuleikir og pílukast. Einnig ætlum við að skella upp pókerborðum og lána chips fyrir þá sem vilja demba sér í póker 😉
Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu komið með sín eigin borðspil með sér.
Og aðal snilldin er þessi: Þú færð stóran Thule á 500 kall allan tímann sem þú ert að spila borðspil eða póker!
Það er líka Happy Hour milli 19 og 22 (svona ef þig langar bara í bjórinn en þorir ekki að spila)
Sjáumst eldhress með spil í hönd!
Previous Event Next Event