
Röskun tónleikar á Hard Rock Café í samstarfi við Græna Hattinn
Feb 11, 2017 @ 9:00 pm — Feb 12, 2017 @ 12:00am
Röskun frá Akureyri heldur útgáfutónleika á Hard Rock Café laugardaginn 11. febrúar klukkan 22:00. Þar verður þungarokki þrumað út og sveittur dans stiginn.
Fyrsta breiðskífa Röskunar „Á brúninni“ kom út 27. janúar og verður leikin í heild sinni. Plötuna er að finna á Spotify og öðrum helstu veitum auk þess sem hægt er að sækja hana og/eða kaupa á heimasíðu sveitarinnar.
Forsala miða er á tix.is og miðaverð er 2.500,- krónur.
Hentugir tenglar:
roskun.is
Previous Event Next Event