-

Ring of Gyges og Future Figment á Hard Rock Café

Jul 14, 2017 @ 10:00 pm  —  Jul 15, 2017 @ 1:00am

Ring of Gyges er íslensk proggmetalsveit sem er í þann mund að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Um er að ræða afar metnaðarfullt verk sem nefnist Beyond the Night Sky og kemur vonandi í sölu von bráðar. En til þess að mixa plötu þarf peninga, til þess að prenta plötu á geisladiska þarf peninga, og til þess að gefa út plötu þarf peninga. Þess vegna blæs sveitin til söfnunartónleika föstudaginn 14.júlí á Hard Rock Café! Ágóðinn af miðasölunni verður nýttur í að koma þessari plötu út í kosmósinn, og einnig verður hægt að leggja til frjáls framlög.
Nýjasti singúllinn af nýju plötunni, Andvaka, er kominn út:

Fyrri verk Ring of Gyges eru á Bandcamp:
https://ringofgygesband.bandcamp.com/

Það eru svo engir aðrir en gulldrengirnir í Future Figment sem hita upp! Plötuna þeirra, ‘Qualm’, má finna á Spotify:

Miðaverð: 1000 kr.
Miðar á Tix:
https://tix.is/is/event/4448/ring-of-gyges/
Þetta verður brjálað partý!



Event Venue


  • Venue
    Hard Rock Cafe Reykjavik
  • About
    Hard Rock Café Reykjavik
  • Email
    info@hrcreykjavik.com
  • Follow On

Event Details