-

Plötupartí á Gauknum (Vinylmarkaður með meiru)

Dec 27, 2015 @ 2:00 pm

Þann 27. desember verður plötupartí hjá okkur á Gauknum.
Þú getur mætt með þínar uppáhalds plötur til að hlusta á í hljóðkerfinu okkar í góðum félagsskap. Þú getur líka mætt með plötur sem þig langar að selja eða skipta út fyrir aðrar (muna bara að koma með reiðufé ef þú ætlar að versla af öðrum).
Fyrst og fremst snýst þetta um að hlusta saman á góða tónlist og njóta þessa sígilda útgáfuforms – vinylsins.

Það er ekki þörf á að leigja sér borðpláss undir plöturnar sínar, við bjóðum upp á það frítt.

Bjórinn er ódýr yfir daginn: 600 fyrir stóran Thule, 750 fyrir stóran Viking Classic eða Viking jólabjór.
Svo dettur inn Happy Hour kl 19-22, þá fer stór Thule á 500 kall.

Endilega kíktu í gegnum plötusafnið, veldu nokkrar góðar og kíktu til okkar.



Event Venue


  • Venue
    Gaukurinn
  • About
    Gaukurinn er tónleikastaður og bar í hjarta Reykjavíkurborgar. Nýlegar breytingar á staðnum hafa vakið mikla lukku - endilega komdu í heimsókn!
  • Email
    rekstrarstjori@gamligaukurinn.is
  • Follow On

Event Details