
Nelson vs. Ponzinibbio á Lebowski Bar
Jul 16, 2017 @ 7:00 pm — Jul 16, 2017 @ 11:00pm
Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi nú á sunnudaginn. Við á Lebowski bar munum að sjálfsögðu sýna bardagann á 5 Full HD skjávörpum okkar!
Þetta verður aðalbardagi kvöldsins og þar af leiðandi fimm lotur. Gunnar var hæstánægður með sigurinn á Alan Jouban og hefur lært mikið af síðustu tveimur bardögum. Gunnar vill taka sér sinn tíma í búrinu, án þess þó að vera að taka mikinn skaða, og er orðinn taktískari þegar kemur að því að klára bardagann.
Engar borðapantanir, mælum því með að mæta snemma til að ná borði. En þess má geta að hamingjustund byrjar kl.16:00 og stendur til 19:00 – Tilvalið að næla í happy hour og hita sig vel upp fyrir bardagann!
ÁFRAM GUNNAR!!!
Previous Event Next Event