Mosi frændi og Dúkkulísur á Gauknum
Sep 29, 2017 @ 10:00 pm — Sep 30, 2017 @ 1:00am
Mosi frændi var umdeild hljómsveit á sínum tíma og hefur öðlast þann sess að sumir kalli hana goðsagnakennda; neðanjarðarhljómsveit sem kom lagi á vinsældalista árið 1988 án aðkomu útgáfufyrirtækja.
Eftir öll þessi ár er Mosi frændi nú að gefa út sína fyrstu stúdíóplötu. Líklega er um heimsmet að ræða því hvaða önnur hljómsveit hefur sent frá sér fyrstu breiðskífuna 32 árum eftir að bandið var stofnað?
Sérstakir gestir verða hinar stórkostlegu Dúkkulísur.
Previous Event Next Event