-

Jólakvöld Bing Crosby tribute og Croon & Swoon

Dec 20, 2015 @ 9:00 pm

Það verður sannkölluð jólastemming á Gauknum Sunnudaginn 20 des því þar verða haldnir krúner jólatónleikar af gamlaskólanum. Piparkökur, glögg, gleði, grín og óvæntar uppákomur. Þetta verður sannkallað “Variety show”!

Krúnerinn Daníel Hálmtýsson og gítarjazzmaðurinn Benjamín Náttmörður sameina krafta sína í Croon & Swoon þar sem þeir fara frjálslega með sígild jólalög á huggulegan, fyndinn og skemmtilegan hátt.

Bing Crosby tribute er jólaband sem flytur lög sem Bing Crosby gerði ódauðleg á sínum tíma.
Bing Crosby bandið er að spila fimmtu jólatörnina þetta árið og verða þetta einu Bing Crosby jólatónleikarnir í ár svo að ekki láta þá framhjá þér fara.

FRÍTT INN

Tónleikarnir hefjast kl 21.

Bing Crosby jóla tribute eru:
Sigurður Páll Árnason, söngur.
Benjamín Náttmörður Árnason, gítar.
Hlynur Þór Agnarsson, píanó.
Hálfdán Árnason, bassi.
Helge Haahr, trommur.

Látið sjá ykkur og njótið aðventunnar með okkur… það er ekki til betri leið til að komast í jólaskap en þetta 🙂

Veigar í anda jólanna verða á tilboði og happy hour til kl 22.00.



Event Venue


  • Venue
    Gaukurinn
  • About
    Gaukurinn er tónleikastaður og bar í hjarta Reykjavíkurborgar. Nýlegar breytingar á staðnum hafa vakið mikla lukku - endilega komdu í heimsókn!
  • Email
    rekstrarstjori@gamligaukurinn.is
  • Follow On

Event Details