
Jóla(hallæris) Karókí á Gauknum
Á jóladags-nótt (hoho) ætlum við á Gauknum að standa fyrir jólalegu og afskaplega lummó Jóla-Karaoke!
Þetta er kjörin afsökun til að sleppa snemma úr jólaboðinu, skella sér út á meðal fólks og deila hryllingssögum af jólastressinu með skilningsríkum barþjónum Gauksins.
Eins og venjulega þegar við skellum í karókí fá gestir að nýta sér þetta frábæra svið og hljóðkerfi sem er á staðnum, og syngja sín uppáhaldslög. Að sjálfsögðu verða jólalög af ýmsu tagi í fyrirrúmi þessa nótt – því hallærislegri, því betra.
Karókídrottningin sjálf, hún Hulda sem syngur svo fallega með Kiriyama Family, ætlar að stjórna fjörinu og grípa í míkrófóninn þegar þörfin kallar 😉
Við hvetjum alla gesti til að mæta í ljótum jólapeysum eða jólanáttfötum! Verðlaun verða svo veitt fyrir allra ljótustu jólapeysuna/náttfötin.
Við opnum á miðnætti og það kostar ekkert inn nema góða skapið 🙂
Previous Event Next Event