-

Fatamarkaður og Swap Meet á Gauknum

Sep 2, 2015 @ 5:00 pm  —  Sep 2, 2015 @ 8:00pm

Vantar köttinn þinn aukið skápapláss??? Þá er hér komin lausnin fyrir þig, því miðvikudaginn 2. september verður fatamarkaður OG Swap Meet á Gauknum 🙂

Swap Meet verður í einu horni staðarins – þar geturðu einfaldlega skilið eftir þau föt sem þú vilt losna við og tekið það sem þú vilt í staðinn. ATH að í Swap Meet horninu er allt gefins!

Ef þú vilt selja föt en ekki gefa þau, þá þarftu að mæta snemma og næla þér í borðpláss í salnum. Svo passarðu upp á borðið þitt og selur föt eins og enginn sé morgundagurinn.

Pössum upp á skipulagið svo það verði enginn misskilningur eða kaos 😉

Það verður Happy Hour á barnum! Semsagt stór Thule á 500 kall.



Event Venue


  • Venue
    Gaukurinn
  • About
    Gaukurinn er tónleikastaður og bar í hjarta Reykjavíkurborgar. Nýlegar breytingar á staðnum hafa vakið mikla lukku - endilega komdu í heimsókn!
  • Email
    rekstrarstjori@gamligaukurinn.is
  • Follow On

Event Details