![](https://djammari.is/wp-content/uploads/2016/11/11954561_1654452214767919_81605087225108294_n.jpg)
Fatamarkaður og Swap Meet á Gauknum
Sep 2, 2015 @ 5:00 pm — Sep 2, 2015 @ 8:00pm
Vantar köttinn þinn aukið skápapláss??? Þá er hér komin lausnin fyrir þig, því miðvikudaginn 2. september verður fatamarkaður OG Swap Meet á Gauknum 🙂
Swap Meet verður í einu horni staðarins – þar geturðu einfaldlega skilið eftir þau föt sem þú vilt losna við og tekið það sem þú vilt í staðinn. ATH að í Swap Meet horninu er allt gefins!
Ef þú vilt selja föt en ekki gefa þau, þá þarftu að mæta snemma og næla þér í borðpláss í salnum. Svo passarðu upp á borðið þitt og selur föt eins og enginn sé morgundagurinn.
Pössum upp á skipulagið svo það verði enginn misskilningur eða kaos 😉
Það verður Happy Hour á barnum! Semsagt stór Thule á 500 kall.
Previous Event Next Event