-

DJ Assault / 9.mars á Húrra

Mar 9, 2018 @ 8:00 pm

Edgy events kynna:

DJ ASSAULT

Dj Assault er kóngur Ghettotech stefnunnar eða þeirrar tónlistar er kennd er við “Rassa bassa tónlist”. Hún er tilkomin frá Detroit borg og er hrá electrónísk taktföst tónlist þá oft með ögrandi textum yfir og grípandi bassalínum.
Hún er samsuða af Hiphopi, Chicago ghetto house, electro og Detroit Techno. Hraðinn og textarnir eru það sem skera stefnuna frá öðrum.

Dj Assault gaf út lagið Ass N Tittes árið 2001 og náði það gífurlegum vinsældum allt til dagsins í dag. Hann hefur verið mjög afkastamikill og gefið út fjöldan allan af lögum og er einn farsælasti tónlistarmaður stefnunnar.

Fram koma líka :

Alvia

Rímur og raddir eru hennar sérsvið
2016 gaf Alvia út sína fyrstu plötu “Bubblegum Bitch” ásamt því að stofna plötuútgáfuna “Gumgumclan” BGB var tilnefnt sem besta rapp lagið á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Platan naut mikilla vinsældar og vann Kraum verðlaunin 2016 sem besta platan.
Árið 2017 gaf hún sína aðra plötu “Elegant Hoe”. Sú plata var líka tilnefnd til Kraum verðlauna sem besta platan árið 2017. Alvia er búin að stimpla sig rækilega inn í hip hop tónlistarsenuna sem þungavigtar rappari og textasmiður. “Elegant Hoe” vakti mikla athygli og er tilnefnd til hinnar virtu Nordic music price ásamt Björk Guðmundsdóttir.
Alvia vinnur nú í sinni þriðju plötu “Pistol Pony” sem gert er ráð fyrir að komi út sumarið 2018.
Tónleikar með Alviu samanstanda af grípandi lögum og líflegri sviðsframkomu. Sjónarspil sem spegla hennar líflega persónuleika.

Intr0beatz

Intr0Beatz öðru nafni Ársæll Þór er einn og okkar ástælustu taktsmiðum. Hann skaust upp á stjörnuhimininn með hip hop sveitinni “Forgotten Lores” og gaf sér gott orð þar sem taktsmiður. Eftir að hafa lifað og starfað í hip hop senunni snéri hann sér að nýjum áskorunum og varð House tónlist fyrir valinu. Síðan þá hefur hann gefið út hvert lagið á fætur öðru og er orðin að skærustu stjörnu í íslenskri danstónlist. Tónlistin hans hefur verið gefin út hjá virtum úgáfufyrirtækjum á borð við Dark energt, Something Else og Closer To Truth

Gunni Ewok

Ewok ætti að vera öllum dansunnendum landsins vel kunnugur. Einn af stofnendum Breakbeat.is og meðlimur Plútó hópsins mun sjá til þess að dansgólfið haldist þétt til lokunar eftir að setti ASSAULT lýkur.

Miðaverð : 1500 kr,- í forsölu og 2000 við hurð,-

Tryggðu þér miða á tix.is
https://tix.is/is/event/5625/dj-assault-/



Event Venue


  • Venue
    Húrra
  • About
    Reykjavík's premier live music venue and the place to have a great night out. Voted "Best for live music" and "Best All-Around Bar" in The Reykjavík Grapevine 2015, 2016 & 2017. Booking inquiries: booking@hurra.is
  • Email
    booking@hurra.is
  • Follow On

Event Details