DIO Tribute tónleikar á Hard Rock Cafe
17. mars verða heiðurstónleikar tileinkuðum Ronnie James Dio á Hard Rock Cafe Reykjavík. Heiðursbandið kom einmitt saman í fyrra og spiluðu á Græna Hattinum og HRC við mikið lof og það var svo gaman að þeir ákváðu að endurtaka leikinn. Ronnie James Dio var meðlimur í Black Sabbath, Rainbow, Heaven and hell og svo auðvitað var hann mestann hluta ferilssins með sitt eigið band Dio sem gáfu út ótal flott lög. Hann var þekktur fyrir kraftmikla rödd sína og fantasíukennda textagerð. Tónlistarferill hans var einstakur og spannaði meira en 50 ár en hann gaf út 10 plötur gerði 7 tónleikaplötur og tók þátt í ótal verkefnum. Ronnie James Dio lést úr magakrabbameini 16. Maí 2010
Hér er infó um viðburðinn
https://tix.is/is/event/5743/dio-hei-urstonleikar/
Aðeins um Meðlimi:
Stefán Jakobsson þarf vart að kynna en hann er náttúrulega söngvari Dimmu, Thingtak og er mjög ötull í tónlistalífinu og sungið á öllum helstu rokksýningum síðustu ára.
Hörður Halldórsson er gítarleikari, en hann hefur mundað sex strengja spítuna í Changer og svo núna síðustu árin í Skurk sem gaf út plötuna Blóðbragð mars 2017, ásamt því að hafa gefið út nokkrar plötur með þungarokksveitinni Changer og tekið þá í hinum og þessum verkefnum gegnum tíðina
Haukur Pálmason trymbill hefur trommað í fjölda mörg ár en þar má helst taka til bönd eins og PKK, Hvanndalsbræðrum, Móðurskipinu, Sinfoníuhljómsveit Norðurlands, Norðurljósum, Krossbandinu, Kór Fíladelfíu, Summagleðinni, og mörgum fleirum, auk þess að hafa spilað inn á og/eða tekið upp tugi hljómplatna. Svo leikur hann á trommur í hinni goðsagnakenndu pönkhljómsveit Lost.
Summi Hvanndal hefur verið iðinn við kolann en helst er hann þekktur fyrir hlutverk sitt í böndum eins og gleðihljómsveitinni Hvanndalsbræðrum ásamt Killer Queen og Móðurskipinu, svo leikur hann á gítar í hinni goðsagnakenndu pönkhljómsveit Lost.
Hans Friðril Hillaríus Guðmundsson hefur verið í tónlistarnámi alla sína ævi. Hann hefur hamrað á hvítu og svörtu nóturnar í þó nokkrum böndum en þá ber hæst bandið Volta sem gaf einmitt út plötuna Á nýjum stað , en einnig hefur hann verið í böndum eins og Ofnæmir, Why Kings og Aron Óskars ásamt því að hafa unnið m.a. með Rúnari Júlíussyni, Ragnari Bjarnasyni, Valgeiri Guðjónssyni, Eyþóri Inga, Matta Matt og Rúnari Þór. Einni var hann listamaður hjá Hammond Europe frá 2015.
Þetta eru félagara með þónokkuð ólíkann bakgrunn en það sem sameinar þá er ómæld virðing fyrir manninum Ronnie James Dio og tónlist hans.
Miðasalan er á TIX.is
https://tix.is/is/event/5743/dio-hei-urstonleikar/
Previous Event Next Event