-

Blússveit Þollýjar & Friðrik Karlsson í kjallara Hard Rock Cafe

Dec 13, 2017 @ 8:00 pm  —  Dec 13, 2017 @ 11:59pm

Blússveit Þollýjar ásamt Friðriki Karlssyni gítarleikara úr Mezzoforte bjóða til jólablúsveislu í Hard Rock Kjallaranum miðvikudaginn 13. des. kl. 21.00. Boðið verður uppá jólalög í blúsbúningi í bland við kröftugan ryþmablús með gospelívafi. Blússveit Þollýjar hefur starfað um árabil og er skipuð landsþekktum tónlistarmönnum og reynsluboltum úr bransanum. Blússveitn er þekkt fyrir lifandi og kröftugan tónlistarflutning og verður í jólaskapi þetta kvöldið 🙂

Blússveit Þollýjar skipa:

Þollý Rósmunds söngur
Friðrik Karlsson sólógítar
Sigurður Ingimarsson söngur og ryþmagítar
Jonni Richter bassi
Fúsi Óttars trommur

Miðaverð 2.500 – takmarkað sætaframboð



Event Venue


  • Venue
    Hard Rock Cafe Reykjavik
  • About
    Hard Rock Café Reykjavik
  • Email
    info@hrcreykjavik.com
  • Follow On

Event Details