-

Bangoura Band // Þrír // Skúli Mennski

Oct 17, 2015 @ 9:00 pm

Afrobeat hljómsveitin Bangoura Band hefur einstakt lag á að draga jafnvel þaulsætnustu tónleikagesti út á dansgólfið. Þessi níu manna sveit kemur með sína fyrstu hljómplötu á næstu vikum og er í hörkuformi.

Hljómsveitin Þrír leikur folk tónlist upprunna úr striti og amstri hversdagsins ásamt sérvöldum ádeilupolkum frá annesjum Vesturlands. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg í nóvember.

Skúli Mennski leikur blúskenndan þjóðlagabúgí og kynnir nýjustu plötu sína frá því í sumar. Efniviður Skúla er maðurinn í sjálfum sér og hér kynnir hann frumniðurstöður sinna nýjustu rannsókna.

Miðaverð – 1500 krónur



Event Venue


  • Venue
    Gaukurinn
  • About
    Gaukurinn er tónleikastaður og bar í hjarta Reykjavíkurborgar. Nýlegar breytingar á staðnum hafa vakið mikla lukku - endilega komdu í heimsókn!
  • Email
    rekstrarstjori@gamligaukurinn.is
  • Follow On

Event Details