Adele – Heiðurstónleikar
Þann 28 október næstkomandi, mun Katrín Ýr og hljómsveit flytja lög söngkonunnar Adele á Hard Rock Café.
Á tónleikunum munum þau taka lög frá öllum þrem plötum Adele: 19, 21 og 25, auk annara laga frá tónleikum og öðrum live flutningum.
Síðast seldist upp í forsölu því hvetjum við ykkur til að næla ykkur í miða sem fyrst!
Katrín Ýr Óskarsdóttir er Reykvíkingur en hefur búið og starfað í London síðastliðin 11 ár. Í London hefur hún helgað líf sitt söngnum, á þeim tíma hefur hún starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum,
Tim Rice, Aggro Santos, Senser, Liam Howe (Sneaker Pimps) ofl. Hún hefur samið tónlist í mörg ár, bæði fyrir sjálfa sig og aðra þ.m.t. Sony.
Katrín vinnur líka sem raddþjálfari/söngkennari, ásamt því að taka að sér ýmis verkefni með hópnum sínum ‘VOX Collective’.
Flytjendur:
Söngur: Katrín Ýr
Gítar: Helgi Reynir
Bassi: Birgir Kárason
Trommur: Ed Broad
Hljómborð: Ólafur Ágúst Haraldsson
Endilega fylgist með æfingum ofl á:
Instagram: Introducing Kat
Snapchat: IntroducingKat
Facebook: Katrín – IntroducingKat
Youtube.com/IntroducingKat
Soundcloud.com/IntroducingKat
Húsið opnar kl 21.00
tónleikar hefjast kl 22.00
miðaverð kr 3900,-
Previous Event Next Event