-

Nei hættu nú alveg á Bryggjunni

Dec 7, 2017 @ 5:00 pm  —  Dec 7, 2017 @ 7:00pm

Hin goðsagnakenndi útvarpsþáttur Nei hættu nú alveg, í umsjón Villa naglbíts, boðar komu sína á Bryggjuna brugghús. Fimmtudaginn 7. des. verða teknur upp tveir þættir á Bryggjunni sem verða svo sendir út um jólin á Rás 2.

Við viljum endilega sjá sem flesta á staðnum og njóta þessa undarlega og einstaklega gagnslausa spurningaþáttar með okkur. Við hefjum upptökur kl 17:00 þeir fyrstu sem mæta fá Fagnaðarerindið II jólabjór Bryggjunnar Brugghúss til að koma sér í jólastuð.



Event Details