Skjálftavaktin á Hard Rock Cafe – 22.sept
Skjálftavaktin – Hard Rock Cafe – föstudaginn 22. sept.
Hljómsveitin Skjálftavaktin er 10 manna bigband, öflug brassdeild, staðföst ryþmadeild og í raun allt sem þú vilt hafa í hljómsveit. Bandið hefur verið starfandi í nokkur ár og hefur valið sér ,,gigg” af kostgæfni og ekki verið að koma mikið fram. Það er því hvalreki fyrir Íslenski þjóðina og erlenda gesti hennar að núna skuli vera komið að tónleikum á Hard Rock Cafe Reykjavík. Þetta kvöld færðu að heyra tónlist eftir stórglæsilega listamenn eins og Stevie Wonder, Earth-Wind & Fire, Glenn Fray, Jamiroquai, Peter Gabriel, Chicago, Sister Sledge, Chic, Simply Red og fjölda annara.
Það er mikill spenningur í bandinu og æfingar standa yfir þessa dagana. Við hlökkum til að sjá ykkur öll og láta tónlistina leika við sálina og hjartað. Komdu og láttu þér líða vel.
Hljómsveitina skipa
Sigurður Ingi Ásgeirsson (Skjálftapabbi) – Bassi
Guðjón Þorsteinn Guðmundsson – Trommur
Karl Hákon Karlsson – Gítar
Jóhannes Jóhannesson – Hljómborð/Pínaó
Eyþór Frímannsson – Básúna
Örlygur Ben – Saxófónn
Jóhann Ingvi Stefánsson – Trompet
Karen Dröfn Hafþórsdóttir – Söngur
Jóhanna Ómarsdóttir – Söngur
Bessi Theodórsson – Söngur
Húsið opnar kl 21
tónleikar hefjast kl 22
Miðaverð kr 2000,-
Previous Event Next Event