Todmobile á Hard Rock Cafe
Nov 17, 2017 @ 9:00 pm
Todmobile ætla að heiðra Hard Rock Cafe og gesti með nærveru sinni í annað sinn föstudaginn 17. nóvember.
Síðast var algjörlega sturlað fjör og það er hægt að lofa því að það verði ekki minna fjör núna.
Todmobile verður í rosalegu spilaformi eftir massíva spilatörn nú í haust í öllum helstu tónleikahúsum landsins.
Todmobile spila ekki oft á svona minni klúbbum hér á stór Reykjavíkursvæðinu og var það reyndar í fyrsta skipti í mörg ár þegar þau léku á Hard Rock í febrúar síðastliðinn.
Að sögn forsprakka Todmobile má við eiga von á að fá að heyra öll frægustu lög hljómsveitarinnar í gegnum árin eins td Stelpurokk, Voodooman, Stúlkan, Lommér að sjá ofl.
Previous Event Next Event