Sautjándi Nóvember útgáfupartý á Prikinu
Nov 17, 2016 @ 6:00 pm — Nov 18, 2016 @ 1:00am
Fimmtudaginn sautjánda nóvember næstkomandi höldum við afmælisveislu og útgáfupartý á nýrri plötu frá Emmsjé Gauta.
Gnægt listamanna koma fram um kvöldið, meðal annars:
-Emmsjé Gauti
-Herra Hnetusmjör
-Úlfur Úlfur
-GKR
-Aron Can
-Sturla Atlas
-Ká Aká
-Listinn er ótæmandi.
DJ Spegill frá 18:00, opið til 01:00 en allir hvattir til að mæta snemma. Við drekkum THULE og sé sveifla!
Frá klukkan 18-22 verðum við með sérstaka “Sticky Records pop-up store” í portinu á Prikinu. Þar verður hægt að nálgast nýju plötuna hans Gauta á CD og vínyl ásamt allskonar varningi tengdum útgáfunni. ATH að CD og VÍNYLL koma í mjög litlu upplagi.
Klukkan 22:00 byrjar formlega tónleikadagskráin á neðri hæðinni en fegurð lænöppsins má sjá hér að ofan.
— > EMMSJE.IS
Previous Event Next Event