![](https://djammari.is/wp-content/uploads/2016/11/11218844_1664907737055700_1941395340003608259_n.jpg)
Bangoura Band // Þrír // Skúli Mennski
Oct 17, 2015 @ 9:00 pm
Afrobeat hljómsveitin Bangoura Band hefur einstakt lag á að draga jafnvel þaulsætnustu tónleikagesti út á dansgólfið. Þessi níu manna sveit kemur með sína fyrstu hljómplötu á næstu vikum og er í hörkuformi.
Hljómsveitin Þrír leikur folk tónlist upprunna úr striti og amstri hversdagsins ásamt sérvöldum ádeilupolkum frá annesjum Vesturlands. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar er væntanleg í nóvember.
Skúli Mennski leikur blúskenndan þjóðlagabúgí og kynnir nýjustu plötu sína frá því í sumar. Efniviður Skúla er maðurinn í sjálfum sér og hér kynnir hann frumniðurstöður sinna nýjustu rannsókna.
Miðaverð – 1500 krónur
Previous Event Next Event