
Schweinhaxe á Bryggjunni
Feb 22, 2018 @ 12:00 pm — Mar 1, 2018 @ 10:00pm
Schweinhaxe er vinsæll réttur á veitingastöðum í Norður Evrópu og Skandinavíu sem við hér á Bryggjunni viljum koma á framfæri við Íslendinga. Það sem um ræðir er hægeldaður (17 klst.) svínaskanki í bjórbaði borinn fram með kartöflumús, súrkáli, bjórsósu og grófkorna sinnepi. Þessi veisla verður í boði á okkar árlegu bjórviku sem hefst fimmtudaginn 22. Febrúar.
Þessi gómsæti réttur verður á gjafverði alla bjórvikuna frá 22. febrúar til 1. mars á aðeins 1.990,-kr.
Félagar í bjórklúbbi Bryggjunnar sem eru með bjórkort fá sérstakan glaðning í glasi í formi okkar glænýja Navigator Bock bjórs með hverjum skanka. Borðapantanir á heimasíðunni okkar, booking@bryggjanbrugghus.is og 456 4040.
Previous Event Next Event