
Kaffitími á Prikinu – Lokatilkynning Iceland Airwaves 2016
Aug 31, 2016 @ 4:00 pm — Aug 31, 2016 @ 6:00pm
Iceland Airwaves er handan hornsins. Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16:00 verða síðustu nöfnin kynnt sem koma fram á hátíðinni í ár. Það verður gert með kaffitíma á Prikinu og sá verður ekki af verri endanum! Auk kynningar á listamönnum verður boðið upp á tónlistaratriði, þar sem Emmsjé Gauti og Cyber munu koma fram. Logi Pedro sér um tónlistina þess utan. Coca Cola og Viking væta kverkarnar og annálaðir Prikborgarar verða í boði fyrir svanga. Heppnir gestir geta unnið miða á Iceland Airwaves auk þess sem einn ljónheppinn getur unnið gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 60.000 kr.
Láttu sjá þig!
Previous Event Next Event